Kenya Gucienda

Kenya Gucienda


Gucienda er búgarður í Kirinyagahéraði, skammt frá bænum Embu. Samkvæmt hefð er kaffi í Kenýa tínt í höndunum þegar berin eru fullþroskuð og ávöxturinn skilinn frá fræinu. Eftir það er fræið látið gerjast yfir nótt en þá brotna sykrurnar utan um fræið niður og síðan eru fræin þvegin með hreinu vatni og látin þorna á upphækkuðum beðum þar til rakastigið í baununum hefur náð stöðugleika. Á þurrkunarstiginu gefst tími til að sortera baunirnar, þ.e. taka í burtu allar skaddaðar og vanþroskaðar baunir sem annars myndu rýra gæði kaffisins. Í bollanum má finna keim af rabarbara og grænum eplum í bland við frískandi límonaði.


Kaffið er keypt gegnum Cafe Imports, fyrirtæki sem vinnur baki brotnu við að bjóða upp á sælkerakaffi af hæstu gæðum. Cafe Imports hefur lengi verið til fyrirmyndar í kaffiheiminum fyrir að leggja áherslu á gagnsæi og rekjanleika í viðskiptum við kaffibændur, en einnig ýta undir stöðugleika og langtímaviðskiptasamband við framleiðendur.


English:


Gucienda Estate is in the Kirinyaga region, a short distance from the town Embu. Kenyan coffees are traditionally handpicked when fully ripe and the fruit removed from the seeds. The seeds are then fermented over night, but during that stage the sugars naturally break down. After that the coffee is washed with lots of clean water and dried on raised beds until stability is reached. During that stage the coffee is sorted, defected coffee is removed and kept separate from this beautifully clean and crisp coffee. When roasted, one can expect notes of rhubarb, green apples and lemonade.


We get this coffee from Cafe Imports, a company working hard to bring coffee of highest quality to consumers. They have for a long time set high standards in regards to transparency and traceability with producers, as well as enforcing stability and long term business relationships.