Námskeið í kaffigerð
Námskeið í kaffigerð
Námskeið í kaffigerð
Námskeið í kaffigerð

Te og Kaffi

Námskeið í kaffigerð


Almennur inngangur um kaffi. Í þessu námskeiði er stiklað á stóru um allt sem tengist kaffi: hvaðan það kemur, hvernig það er unnið, hvaða efni eru í kaffinu svo fátt eitt sé nefnt. Við smökkum kaffi frá ólíkum stöðum í heiminum og lærum hvernig er best að hella upp á gamla mátann.

Að hella upp á kaffi er kunnátta sem gestgjafar meta dýrum dómum. Undanfarið hefur úrvalið af aðferðum við að gera kaffi aukist til muna og erfitt fyrir fólk að skilja nákvæmlega hvenær er staður og stund til að hella upp á Chemex og hvenær hentar að laga Aeropress eða pressukönnu.

Við bjóðum nú upp á námskeið þar sem við förum yfir grundvallaratriðin í kaffigerð um leið og það verður stiklað á stóru um hvaðan kaffi kemur, hvernig það er verkað frá uppskeru þar til það er lagað. Námskeiðið er hugsað fyrir fólk sem hefur áhuga á mismunandi aðferðum við að gera kaffi og/eða er einfaldlega áhugasamt um kaffi sem slíkt.

Námskeiðið er haldið í kennslurými Te & Kaffi sem er á Aðalstræti 9. 

Nánari upplýsingar veitir Fræðslustjóri Te & Kaffi - Tumi Ferrer (tumi@teogkaffi.is)