Panama Geisha Mama Cata Estate
Panama Geisha Mama Cata Estate

Panama Geisha Mama Cata Estate


Mama Cata er nafn á ræktarlandi á Alto Quiel svæðinu í Boquete þar sem Teodoro Garrido hlúir að yrki sem nefnist Geisha. Geisha var „uppgötvað“ á seinni hluta 20. aldarinnar og óx lengst af villt í skógum Eþíópíu. Það sem einkennir Geisha er það sem við tengjum venjulega við kaffi frá Eþíópíu: blómlegt og hunangssætt, með löngu silkimjúku eftirbragði. 

Geisha kaffi er afar fíngert og minnir meira á te heldur en kaffi. Kaffið er ræktað hátt yfir sjávarmáli á Mama Cata, auk þess sem loftslagið og jarðvegurinn hentar kaffinu prýðilega sem skilar sér í kaffi sem er einstaklega ilmandi, bjart og mjúkt. Rennandi vatn úr nærliggandi ám er notað við vinnsluna sem tryggir tærleika í bragði.