Rwanda Nyungwe Peaberry

Rwanda Nyungwe Peaberry


Rwanda Nyungwe


Nyungwe er nafnið á þvottastöð í Nyamasheke héraði í Suðvestur Rwanda og heitir eftir fjallaregnskóginum sem er staðsettur í suðurhluta Rwanda. Nyungwe þvottastöðin var byggð árið 2006 en með tilkomu öflugs gæðakerfis hefur þvottastöðin einblínt á framleiðslu kaffis af sérlega háum gæðum. Gæðakerfið horfir í senn til aðferða til að tryggja há gæði á vinnslustiginu og einnig að efla bændurnar í að bæta vinnuferla sína og þar með auka gæðin á kaffinu á sjálfu ræktunarstiginu. Auk þess að sinna þjálfun fyrir bændur sem lítur að ræktun býður þvottastöðin bændunum upp á vaxtalaus lán svo að bændurnir geti sent börnin sín í skóla.


Kaffið kemur að mestu frá litlum búgörðum sem eru í eigu og rekin af fjölskyldum í héraðinu. Alls tekur Nyungwe við kaffiberjum frá kringum 2000 bændum.


Kaffið undirgengst blauta vinnslu, sem þýðir að kaffið er unnið með hjálp mikils magns af vatni, það er látið liggja í vatni, skolað, flokkað eftir stærð og eðlisþyngd, kaffið er síðan látið gerjast svo að ytri lögin utan um sjálft fræið (kaffibaunina) losnar frá og að lokum er kaffið látið þorna á upphækkuðum beðum og snúið reglulega í beðunum til að tryggja jafnt loftflæði og útiloka möguleikann á myglu áður en kaffið er sent út.


Við kaupum kaffið gegnum Nordic Approach, sem er norskt fyrirtæki sem einblínir á hágæðakaffi. Þau hafa átt í langvarandi og góðu sambandi við kaffibændur og samyrkjusamfélög og leggja mikla áherslu á gagnsæi í viðskiptum sem og sjálfbærni á ræktunarstiginu. Nordic Approach hefur beðið Nyungwe síðastliðin ár um að skilja Peaberry-baunirnar frá öllu öðru kaffi til að geta selt aðskilið og hefur það gefið góða raun. Kaffið er þétt með mikilli sætu og hárri sýru og hentar afar vel t.d. í pressukönnu, aeropress og jafnvel mokkakönnu, fyrir þau sem vilja prófa ljósara ristað kaffi.


Rwanda Nyungwe (English)


Nyungwe is the name of the washing station, located in Nyamasheke in South-West Rwanda, named after a mountain rainforest in South Rwanda. Nyungwe was built in 2006 and shortly after that developed a strict quality system to focus on coffees of exceptional quality. The quality system is designed both to ensure good quality at the processing stage but also empowering farmers to improve their methods and the farming stage. The Nyungwe washing station also provides the local farmers with interest free loans so they can send their children to school.


The washing station processes coffee from around 2000 small farmers in the local area. Most of the farms are owned by families with 1 hectare of land or less.


The coffee undergoes wet processing, which means a lot of clean water is used to remove the layers from the coffee seed. During processing, the coffee is sorted by mass, density, size, and flavor quality. The coffee is also fermented to remove mucilage before the coffee seed is put on raised beds for drying. The raised beds help improving air circulation and prevent mold from appearing on the coffee.


We buy this coffee from Nordic Approach, a Norwegian coffee sourcing company with a focus on extremely high quality. They have established long and fruitful relationships with farmers and cooperatives in the producing countries with an emphasis on transparency and sustainability. For a few years now, Nordic Approach has asked Nyungwe to separate the Peaberries from the rest of the coffee with very good results. The coffee has a tight structure, with high acidity and sweetness that will work very well for most brewing methods.