Colombia Women's Coffee Project, Sandalj - UNICEF
Colombia Women's Coffee Project, Sandalj - UNICEF

Te & Kaffi

Colombia Women's Coffee Project, Sandalj - UNICEF


Sandalj-kaffið er ræktað í 1.850 m yfir sjávarmáli, handtínt og sólþurrkað af konunum sem eiga og reka búgarðinn. Kaffið er framleitt á samfélagslega ábyrgan hátt, styður uppgang kvenna í bændasamfélaginu þar og eflir konur sem fyrirvinnur heimilisins.

Að auki fær UNICEF rausnarlegan hluta af söluverðinu sem fer í að styðja við menntun barna sem tilheyra frumbyggjasamfélögum í Cauca, en fátækt og félagsleg einangrun hefur haft mikil áhrif á aðgengi barna að menntun á svæðinu.

Fyrirtæki þitt getur valið um að kaupa 3,2kg, 6,4kg eða 9,6kg kaffipakka.