Costa Rica San Rafael kaffi – UNICEF
Costa Rica San Rafael kaffi – UNICEF

Costa Rica San Rafael kaffi – UNICEF


Hér getur þú pantað ljúffengt Costa Rica San Rafael kaffi til styrktar neyðarsöfnunar UNICEF vegna hungursneyðar í Suður-Súdan.

Hungursneyð hefur verið lýst yfir í Unity-fylki í Suður-Súdan þar sem 100.000 manns eiga á hættu að deyja úr hungri. Ein milljón manna til viðbótar er að auki á barmi hungursneyðar. Hungursneyðin er sú fyrsta sem lýst er yfir í heiminum í tæplega sex ár. Neyðaraðgerðir UNICEF miða að því að meðhöndla börn gegn vannæringu og koma í veg fyrir að fleiri verði vannærð.