fbpx

Tefróðleikur

VINNSLA

Ólíkt kaffi, sem er flutt frá ræktunarlöndum sem hráefni, er teið fullunnið í ræktunarlandinu. Eftir tínslu eru laufin þurrkuð í 16–20 klst. til að gera þau meðfærilegri. Því næst eru þau marin í þar til gerðum vélum og látin gerjast í 2–3 klst. í rakamettuðu umhverfi sem gefur teinu endanlegt bragð. Eftir það er teið þurrkað í upphituðu lofti í u.þ.b. 20 mínútur og að lokum er það flokkað eftir stærð laufanna. Þó er þetta ferli breytilegt eftir því hvaða te á í hlut.

HVERNIG Á AÐ LAGA GOTT TE?

Þegar laufte er lagað þarf að nota tesíu. Mælið í síuna 1 tsk af tei fyrir hvern bolla. Um leið og vatnið hefur tekið að sjóða hellið því strax yfir telaufin og látið trekkja í 3-5 mínútur. Græn og hvít te þola ekki nema 70-80° heitt vatn, annars tapast heilnæmir eiginleikar þess og bragðið verður rammt.

SVART TE er meðhöndlað á misjafnan hátt eftir ræktunarsvæðum en þau eiga það öll sameiginlegt  að vera látin veðrast, rúlluð, gerjuð og þurrkuð. Hefðbundna aðferðin sem er notuð á flestum ræktunarsvæðum er sú að telaufin eru tínd og látin veðrast í sólinni. Svo eru þeim rúllað upp án þess þó að skadda laufin. Þetta er ýmist gert í höndunum eða með vélum. Laufin eru síðan látin liggja á köldum rökum stað í nokkra klukkutíma til að fá í þau súrefni og breytast þau þá úr grænum laufum í rauðleit lauf. Að lokum eru gerjuð laufin þurrkuð og fá þau þennan dökka lit og sterka ilm sem við þekkjum frá svörtu tei.

Darjeeling Himalaya


GRÆNT TE  er ekki gerjað eins og svart te. Telaufin eru þurrkuð og síðan hituð til að koma í veg fyrir gerjun. Á mörgum svæðum í Kína eru telaufin handtínd og handunnin, sérstaklega þar sem ræktaðar eru fínni tegundir, en annars staðar eru notaðar vélar. Hefðbundna aðferðin við að vinna grænt te er að breiða út þunnt lag af laufum á bambusbakka og eru þau látin liggja í sólinni eða heitu lofti í einn til tvo klukkutíma. Laufin eru síðan sett á heitar pönnur og náttúrulegar olíur þurrkaðar upp. Eftir nokkar mínútur er laufunum rúllað upp og svo sett aftur á heita pönnuna í stuttan tíma og svo eru þau þurrkuð. Eftir einn til tvo tíma eru laufin orðin græn á lit eins og þau eru þegar við kaupum þau. Þau eru þá flokkuð eftir stærð.

Japan Bancha

HVÍTT TE er ræktað í mjög takmörkuðu magni í Kína og á Sri Lanka. Ný telauf eru tínd áður en þau springa út og eru síðan látin veðrast og þurrkuð. Telaufin krullast upp og hafa silfraða áferð. Hvítt te eru yngstu og fínlegustu lauf plöntunnar Camellia Sinensis og er teið ekki gerjað. Hvítt te er talið styrkja tennur, bein og er mjög gott fyrir húðina.

Yunnan Special

ÁVAXTATE Inniheldur þurrkaða ávexti, blóm og jurtir og er bragðbætt með ávaxtaolíu. Ávaxtate eru koffínlaus og því heppilegur og hressandi drykkur fyrir unga sem aldna. Ávaxtate þarf að trekkja fremur lengi, eða 5-10 mínútur. Gott er að kæla ávaxtate og sæta á meðan það er heitt, t.d. með hunangi eða annarri sætu eftir smekk og kæla svo í ísskáp

Bora Bora

JURTATE Er í raun ekki te heldur þurrkaðar jurtir.  Þær eru tilvaldar til drykkju bæði vegna heilnæmra eiginleika jurtanna og skemmtilegrar bragðflóru þeirra. Öll jurtate eru koffínlaus.

Piparmynta

RAUÐRUNNATE Rauðrunninn vex í Suður- Ameríku og inniheldur ekkert koffín. Rauðrunnate er í raun ekki te heldur barrnálar rauðrunnans. Rauðrunna te er róandi og heilnæmur drykkur. Teið er með fullt af andoxunarefnum og næringarefnum sem hreinsa eiturefni úr líkamanum.

Rauðrunna blóðappelsínu