fbpx

Jafnlaunastefna Te & Kaffi

Við skuldbindum okkur til að

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það verði skjalfest og því viðhaldið. 
  • Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun.
  • Gera innri úttekt.
  • Halda rýni stjórnenda árlega þar sem virkni kerfisins er metin og að setja fram mælanleg markmið fyrir komandi ár.  
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma skv. lögum 150/2020. 
  • Kynna starfsmönnum þessa stefnu og gera hana aðgengilega almenningi á heimasíðu.