Darjeeling Margarets Hope

Blæbrigðaríkt og fágað

Í kringum 1930 nefndi teframleiðandinn hr.Bagdon ákveðinn teakur eftir látinni dóttur sinni, sem hafði verið mjög hrifin af tegarðinum hans.  Á þessum teakri eru nærri eingöngu ræktaðar teplöntur af kínversku tegundinni “Thea Sinensis”.  Plantan vex hægt og gefur af sér te sem er ein af vinsælustu Darjeeling tegundunum. Skínandi fallegt te frá fyrri tínslu haust uppskerunnar, rauðbrúnt í bollanum. Mikill ilmur, kryddað og aðeins sætt.


Þú getur fengið þessa vöru senda heim með því að senda tölvupóst á afgreidsla@teogkaffi.is 

FRÍ HEIMSENDING Á PÖNTUNUM YFIR 10.000 KR


Bruggunarleiðbeiningar
100°C heitt vatn
2-4 mínútur í vatninu
1 tsk fyrir hvern bolla