Matcha byrjendasett Izumi

Byrjendasettið frá Aiya er fullkomið fyrir alla þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í matcha drykkju. Settið inniheldur 30gr dós af Matcha Izumi, bambus písk (Chasen) og bambus skeið (Chashaku) og er öllu þessu pakkað inn í fallega gjafaöskju.

Sérhver bambus pískur er handgerður; tindarnir eru skornir út úr einum og sama bambus stilknum og mótaðir til. Pískarnir eru búnir til af þaulvönum handverksmönnum með áratugareynslu og kunnátta þeirra hefur gengið í erfðir í hundruðir ára. 

Það voru Búddamunkar í Japan sem byrjuðu að drekka Mathca te við hugleiðslu fyrir 800 árum. Lengi vel var það einungis hástéttin í Japan sem drakk þetta dýrmæta te, en Matcha er eitt sjaldgæfasta, elsta og vandaðasta afbrigði af grænu tei í Japan. Engin önnur fæðutegund inniheldur eins mikið af andoxunarefnum og Matcha te, sem inniheldur 10-15 sinnum meira af næringarefnum en annað grænt te. 

Breitt er yfir terunnana til að vernda þá fyrir beinu sólarljósi. Það hægir á vextinum og blöðin verða dökkgræn, sem gerir það að verkum að þau verða ríkari af amínósýrum og gefa sætara bragð. Eftir tínslu eru laufin þurrkuð og möluð gætilega í sérstökum granítkvörnum.