Matcha

Engin önnur fæðutegund inniheldur eins mikið af andoxunarefnum og Matcha te, sem inniheldur 10-15 sinnum meira af næringarefnum en annað grænt te. 

Það voru Búddamunkar í Japan sem byrjuðu að drekka Mathca te við hugleiðslu fyrir 800 árum. Lengi vel var það einungis hástéttin í Japan sem drakk þetta dýrmæta te, en Matcha er eitt sjaldgæfasta, elsta og vandaðasta afbrigði af grænu tei í Japan.

Breitt er yfir terunnana til að vernda þá fyrir beinu sólarljósi. Það hægir á vextinum og blöðin verða dökkgræn, sem gerir það að verkum að þau verða ríkari af amínósýrum og gefa sætara bragð. Eftir tínslu eru laufin þurrkuð og möluð gætilega í sérstökum granítkvörnum.  


Upplýsingar
Þyngd 30G

Þú getur fengið þessa vöru senda heim með því að senda tölvupóst á afgreidsla@teogkaffi.is 

FRÍ HEIMSENDING

Á PÖNTUNUM YFIR 10.000 KR


Bruggunarleiðbeiningar
80°C heitt vatn
2-5 mínútur í vatninu
1 tsk fyrir hvern bolla