fbpx

Um okkur

Sagan okkar

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins og rekstur kaffihúsa sem eru níu talsins.


Í dag starfa í kringum 100 manns hjá fyrirtækinu í ólíkum og skemmtilegum verkefnum. Það er líklega leitun að fyrirtæki með jafn fjölbreytta starfsemi. Til að daglegur rekstur fjölmargra kaffihúsa og sala á ólíka markaði geti gengið sem best fyrir sig þá þarf gott skipulag og frábært starfsfólk á allar starfsstöðvar. Framleiðsla á kaffi spilar veigamesta þáttinn í starfsemi fyrirtækisins. Með aukinni vitund neytenda um hágæðakaffi hafa sóknarfæri Te & Kaffi aukist til muna á síðustu árum. Strangt gæðaeftirlit á öllu vinnsluferli kaffibaunanna tryggja gæði sem kaffiunnendur á Íslandi geta treyst. Val á réttu hráefni skiptir höfuðmáli og er kaffið smakkað af okkar þaulvönu kaffi- sérfræðingum til þess að tryggja gæði og gott bragð. Með nýrri tækni við ristun aukast gæði kaffisins okkar enn frekar. Á kaffihúsunum okkar, sem eru víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, höfum við fullkomna stjórn á því hvernig hráefnið okkar bragðast í allri þeirri flóru af drykkjum sem boðið er upp á. Kaffihúsin eru miðstöð hugmynda og nýsköpunar með kaffið og teið og eru sífelld uppspretta nýrra drykkja, sem falla vel í kramið hjá sívaxandi hópi viðskiptavina okkar.

Starfsfólk

Arnar Þorvarðarson

Yfirmaður vöruhúss / Head of Warehouse

Ása Ottesen

Markaðsstjóri / Marketing Director

Berglind Guðbrandsdóttir

Eigandi / Owner

Björk Rafnsdóttir

Aðalbókari / Chief Accountant

Elín Perla Kolka

Gjaldkeri / Treasurer

Erla Júlía Jónsdóttir

Mannauðs- og gæðastjóri / Human Resources and Quality Manager

Guðmundur Halldórsson

Framkvæmdastjóri / Manager

Halldór Guðmundsson

Aðstoðarframkvæmdastjóri / Assistant Director

Ingibjörg Frostadóttir

Viðskiptamannabókhald / Accounting Customers

Kristín Björg Björnsdóttir

Yfirþjálfari / Head Coach

Kristín María Dýrfjörð

Verkefnastjóri / Project manager

Snædís Arnardóttir

Rekstrarstjóri kaffihúsa / Director of Cafés

Stefán U. Wernersson

Framleiðslustjóri / Production Manager

Fyrirtækja­þjónusta

Við notum eingöngu besta mögulega hráefni sem hægt er að fá á markaðnum. Við vöndum valið við innkaup og smökkum hverja einustu prufu sem við fáum, áður en við kaupum tegundir inn.

Lesa meira

Appið okkar

Ertu búin að sækja appið okkar?

Appið virkar eins og vildarkortið þitt og þú getur safnað punktum við hver kaup á kaffihúsunum okkar. Í appinu getur þú skoðað stöðuna á punktasöfnuninni þinni, fengið aðgang að frábærum tilboðum, fundið næsta kaffihús og fengið nýjustu fréttir um það sem er að gerast hjá okkur í Te & Kaffi. Þú nærð í appið í App Store eða Google Play.

Sjálfbærni- stefna

Við notum eingöngu besta mögulega hráefni sem hægt er að fá á markaðnum. Við vöndum valið við innkaup og smökkum hverja einustu prufu sem við fáum, áður en við kaupum tegundir inn.

Lesa meira

Kaffi­brennslan

Við notum eingöngu besta mögulega hráefni sem hægt er að fá á markaðnum. Við vöndum valið við innkaup og smökkum hverja einustu prufu sem við fáum, áður en við kaupum tegundir inn.

Lesa meira

Íslatte Cold Brew

Kaffið sem notað er í Íslatte Cold Brew er sér­valið og látið liggja í 24 tíma áður en það er síað og þá meðhöndlað eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um af kaffigerðar­meist­ur­um okk­ar. Í einni 250 ml flösku fást þannig 148 mg af koff­íni sem er tals­vert sterk­ara en ger­ist og geng­ur við aðrar aðferðir. Bragðið er þó laust við alla remmu og fyll­ing­in alls­ráðandi.

Lesa meira