fbpx

Við erum nær náttúrunni

Njóttu bollans með góðri samvisku

Nú er allt kaffi frá Te & Kaffi á matvörumarkaði í vistvænum og jarðgeranlegum umbúðum. Þar ættir þú að finna það kaffi sem hentar þér best, hvort sem það eru baunir, malað kaffi, kaffihylki eða kaffipúðar. Umbúðirnar eru gerðar úr plöntusterkju og flokkast með lífrænu sorpi þar sem þær brotna hratt niður og enda sem molta eða metan. (Ekki er hægt setja þær í heimamoltu). Sé þess ekki kostur má flokka þær með almennu heimilissorpi.

Umhverfisvæn kaffibrennsla

Á næstunni verður kaffibrennsla Te & Kaffi í Hafnarfirði keyrð áfram á metangasi, sem er umhverfisvænn orkugjafi úr lífrænum úrgangi. Það er því gaman að segja frá því að umbúðirnar sem fara í lífræna sorpið enda sem metan sem svo knýr framleiðsluna áfram. Við erum því orðin partur af hringrásarhagkerfinu og höldum ótrauð áfram í átt að grænni framtíð.

SJÁ KAFFI HÉR