fbpx

Íslatte Vanilla

Kald­brugg­un, eða Cold Brew, er aðferð til þess að búa til kaffi þar sem malaðar kaffi­baun­ir eru látn­ar liggja í köldu vatni í lengri tíma, yf­ir­leitt í 12-24 klukku­stund­ir. Lög­ur­inn er síðan síaður og eft­ir stend­ur afar bragðmik­il og öfl­ug kaffi­blanda, silkimjúk en þó rót­sterk. Eft­ir það er kaffið meðhöndlað eft­ir vilja hvers og eins, ým­ist hitað eða ekki, blandað með vatni og/​eða mjólk og bragðbætt á hvern þann hátt sem neyt­and­inn kýs. Að margra mati er þetta hin eina og sanna aðferð til þess að búa til hinn full­komna kaffi­bolla.