Segment

Kaffið okkar

Markmið okkar er að leitast einungis eftir besta fáanlega hráefni frá hverju kaffiræktunarlandi fyrir sig. Eftir ítarlegar bragðprófanir kaffimeistara okkar á öllum prufum sem við fáum sendar, liggur fyrir hvort hráefnið standist þau gæði sem við gerum kröfu til. Þegar hrábaunirnar koma síðan til landsins gætum við vandlega að varðveislu þeirra fram að ristun. Í umhverfisvænni og fullkominni kaffibrennslu okkar er kaffið ristað við bestu aðstæður sem finnast á Íslandi. Við getum stjórnað ristuninni á mjög nákvæman hátt, en ristun er eitt mikilvægasta skrefið í langri ferð baunarinnar frá kaffiberinu í bollann þinn.

Lesa nánar
Segment
Segment

Teið okkar

Allt te frá okkur er laufte frá helstu teræktunarsvæðum heims. Laufte er bragðmeira og fyllra en hefðbundið pokate og heilsusamleg áhrif lauftesins eru margfalt meiri. Te er drykkur lagaður úr laufum terunnans, camellia sinensis. Meðferð og vinnsla eftir tínslu ákvarðar hvort teið verður svart, hvítt eða grænt. Ávaxtate, jurtate og rauðrunnate eru í raun ekki te, heldur seyði úr ávöxtum, blómum, jurtum, eða nálum rauðrunnans og innihalda ekki koffín. 

Lesa nánar
Segment

BLÆBRIGÐARÍKAR BLÖNDUR

Segment

Um okkur

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Núna stendur Te & Kaffi á merkilegum tímamótum, en fyrirtækið fagnaði 30 ára afmæli þann 28. apríl. Ævintýrið sem hófst með lítilli tebúð á Barónsstíg árið 1984 er heldur betur búið að vinda upp á sig. Starfsemi Te & Kaffi er margslungnari í dag en fyrir 30 árum. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins, og rekstur kaffihúsa sem telja nú heilan tug.

Lesa nánar
Segment

Blogg

05. febrúar 2016

Hario V60

Japanski glerframleiðandinn Hario hefur sérhæft sig í hágæða hitaþolnu gleri fyrir iðnað, vísindastofur og heimilið frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1921. Auk þess framleiðir Hario ýmislegt óvanalegt eins og glerhljóðfæri – en kaffi- og tevörurnar eru meginaðdráttaraflið í dag. Þekktasta varan úr þeirri línu er án efa v60 kaffitrektin.

Nafnið vísar í 60° hornið sem trektin myndar en sérkenni v60 eru rákirnar innan í trektinni og stórt gatið neðst þar sem kaffið lekur út um, en hvort tveggja stuðlar að miklu loftflæði svo að vatnið síast hratt og óhindrað í gegnum malað kaffið.

Sumir filtervélaframleiðendur ráðleggja fólki ekki að hella upp á minna magn en 4 bolla (500ml). v60 hentar þess vegna fyrir uppáhellingu í minna magni án þess að gæðum sé fórnað. Trektin er fáanleg í tveimur stærðum á kaffihúsum Te & Kaffi. Stærð 1 er gerð fyrir 1-2 bolla eða í mesta lagi 400 ml. Stærð 2 er gerð fyrir 2-3 bolla eða í mesta lagi 600ml. Filterarnir eru einnig til í sömu stærðum.

Lesa Meira