Segment

Kaffið okkar

Markmið okkar er að leitast einungis eftir besta fáanlega hráefni frá hverju kaffiræktunarlandi fyrir sig. Eftir ítarlegar bragðprófanir kaffimeistara okkar á öllum prufum sem við fáum sendar, liggur fyrir hvort hráefnið standist þau gæði sem við gerum kröfu til. Þegar hrábaunirnar koma síðan til landsins gætum við vandlega að varðveislu þeirra fram að ristun. Í umhverfisvænni og fullkominni kaffibrennslu okkar er kaffið ristað við bestu aðstæður sem finnast á Íslandi. Við getum stjórnað ristuninni á mjög nákvæman hátt, en ristun er eitt mikilvægasta skrefið í langri ferð baunarinnar frá kaffiberinu í bollann þinn.

Lesa nánar
Segment
Segment

Teið okkar

Allt te frá okkur er laufte frá helstu teræktunarsvæðum heims. Laufte er bragðmeira og fyllra en hefðbundið pokate og heilsusamleg áhrif lauftesins eru margfalt meiri. Te er drykkur lagaður úr laufum terunnans, camellia sinensis. Meðferð og vinnsla eftir tínslu ákvarðar hvort teið verður svart, hvítt eða grænt. Ávaxtate, jurtate og rauðrunnate eru í raun ekki te, heldur seyði úr ávöxtum, blómum, jurtum, eða nálum rauðrunnans og innihalda ekki koffín. 

Lesa nánar
Segment

BLÆBRIGÐARÍKAR BLÖNDUR

Segment

Um okkur

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Ævintýrið sem hófst með lítilli tebúð á Barónsstíg árið 1984 er heldur betur búið að vinda upp á sig. Starfsemi Te & Kaffi er margslungnari í dag en fyrir 30 árum. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins, og rekstur kaffihúsa sem telja nú heilan tug.

Lesa nánar
Segment

Blogg

07. júlí 2016

Kærkominn vettvangur fyrir kaffifólk hvaðanæva úr heiminum til að hittast, spjalla og læra hvert af öðru

Stór fjöldi kaffibarþjóna frá Te & Kaffi er nú kominn heim aftur frá Dublin en þar fór fram kaffisýningin World of Coffee. Í senn er þetta vörusýning þar sem vélaframleiðendur, bændur og þjónustuaðilar í kaffibransanum eru með bása og sýna vörur sínar eða þjónustu; hún er líka kærkominn vettvangur fyrir kaffifólk hvaðanæva úr heiminum til að hittast, spjalla, skiptast á upplýsingum og skoðunum og læra hvert af öðru; síðast en ekki síst er World of Coffee staðurinn þar sem hluti af kaffibarþjónakeppnunum er haldinn.


Í Dublin voru tvö mót haldin: Heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna og heimsmeistarakeppni í kaffigerð. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2013 sem Íslendingar senda frá sér keppanda á heimsmeistaramót og því var spenningurinn mikill fyrir keppninni. Báðir Íslandsmeistararnir vinna hjá Te & Kaffi, en þeir heita Tryggvi Þór Skarphéðinsson og Tumi Ferrer. Tryggvi keppti í heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna síðastliðinn fimmtudag og var okkur til mikils sóma. Hann keppti með kaffi frá Brasilíu sem heitir Fazenda Raihna og gerði með því þrenns konar drykki fyrir dómarana: espresso, mjólkurkenndan espressodrykk í svipuðum hlutföllum og cortado og seinast gerði hann kaffikokteil í fallegu desertvínglasi sem innihélt m.a. kældan espresso, pekanhnetur, rjóma og kókos-sykur. Því miður komst Tryggvi ekki áfram í undanúrslit en samkeppnin hefur orðið harðari með árunum og eru dæmi um að kaffibarþjónar taki sér frí til langs tíma frá vinnu til að undirbúa sig fyrir keppni.

Hér má sjá Tryggva keppa:

Lesa Meira