Segment

Kaffið okkar

Markmið okkar er að leitast einungis eftir besta fáanlega hráefni frá hverju kaffiræktunarlandi fyrir sig. Eftir ítarlegar bragðprófanir kaffimeistara okkar á öllum prufum sem við fáum sendar, liggur fyrir hvort hráefnið standist þau gæði sem við gerum kröfu til. Þegar hrábaunirnar koma síðan til landsins gætum við vandlega að varðveislu þeirra fram að ristun. Í umhverfisvænni og fullkominni kaffibrennslu okkar er kaffið ristað við bestu aðstæður sem finnast á Íslandi. Við getum stjórnað ristuninni á mjög nákvæman hátt, en ristun er eitt mikilvægasta skrefið í langri ferð baunarinnar frá kaffiberinu í bollann þinn.

Lesa nánar
Segment
Segment

Teið okkar

Allt te frá okkur er laufte frá helstu teræktunarsvæðum heims. Laufte er bragðmeira og fyllra en hefðbundið pokate og heilsusamleg áhrif lauftesins eru margfalt meiri. Te er drykkur lagaður úr laufum terunnans, camellia sinensis. Meðferð og vinnsla eftir tínslu ákvarðar hvort teið verður svart, hvítt eða grænt. Ávaxtate, jurtate og rauðrunnate eru í raun ekki te, heldur seyði úr ávöxtum, blómum, jurtum, eða nálum rauðrunnans og innihalda ekki koffín. 

Lesa nánar
Segment

BLÆBRIGÐARÍKAR BLÖNDUR

Segment

Um okkur

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Ævintýrið sem hófst með lítilli tebúð á Barónsstíg árið 1984 er heldur betur búið að vinda upp á sig. Starfsemi Te & Kaffi er margslungnari í dag en fyrir 30 árum. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins, og rekstur kaffihúsa sem telja nú heilan tug.

Lesa nánar
Segment

Blogg

20. júní 2016

Heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna og í kaffigerð nálgast óðum

Innan örfárra daga leggur stór hópur fólks frá Te&Kaffi af stað í ferð til Dublin, höfuðborg Írlands til að verða viðstödd kaffihátíðina World of Coffee. Á hátíðinni er þétt og fjölbreytt dagskrá og meðal þess sem hægt verður að fylgjast með er heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna og heimsmeistarakeppni í kaffigerð. Einn kaffibarþjónn frá hverju landi öðlast keppnisrétt til að keppa á heimsmeistaramóti í hverri kaffigrein og eru fulltrúar Íslands að þessu sinni báðir starfsmenn Te & Kaffi: Tryggvi Þór Skarphéðinsson, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, og Tumi Ferrer, Íslandsmeistari í kaffigerð.

Í keppninni sem Tryggvi tekur þátt í þarf að reiða fram alls 12 drykki, eða 4 espresso, 4 espressodrykkir með heitri mjólk og 4 frjálsir drykkir, eins konar óáfengir espresso kokteilar. Á meðan Tryggvi undirbýr og framreiðir drykkina fylgjast dómarar með honum úr öllum áttum og gefa stig fyrir tækni, bragðgæði og fagmannleg vinnubrögð. Eins og gefur að skilja krefst þessi keppni gífurlegs undirbúnings og er Tryggvi búinn að eyða mörgum mánuðum í að fínpússa keppnisrútínuna sína, sem er blanda af fyrirlestri, framreiðslu eins og á fínum veitingastað og þaulæfð tæknileg sýning á espressodrykkjagerð.

Lesa Meira