Segment

Kaffið okkar

Markmið okkar er að leitast einungis eftir besta fáanlega hráefni frá hverju kaffiræktunarlandi fyrir sig. Eftir ítarlegar bragðprófanir kaffimeistara okkar á öllum prufum sem við fáum sendar, liggur fyrir hvort hráefnið standist þau gæði sem við gerum kröfu til. Þegar hrábaunirnar koma síðan til landsins gætum við vandlega að varðveislu þeirra fram að ristun. Í umhverfisvænni og fullkominni kaffibrennslu okkar er kaffið ristað við bestu aðstæður sem finnast á Íslandi. Við getum stjórnað ristuninni á mjög nákvæman hátt, en ristun er eitt mikilvægasta skrefið í langri ferð baunarinnar frá kaffiberinu í bollann þinn.

Lesa nánar
Segment
Segment

Teið okkar

Allt te frá okkur er laufte frá helstu teræktunarsvæðum heims. Laufte er bragðmeira og fyllra en hefðbundið pokate og heilsusamleg áhrif lauftesins eru margfalt meiri. Te er drykkur lagaður úr laufum terunnans, camellia sinensis. Meðferð og vinnsla eftir tínslu ákvarðar hvort teið verður svart, hvítt eða grænt. Ávaxtate, jurtate og rauðrunnate eru í raun ekki te, heldur seyði úr ávöxtum, blómum, jurtum, eða nálum rauðrunnans og innihalda ekki koffín. 

Lesa nánar
Segment

BLÆBRIGÐARÍKAR BLÖNDUR

Segment

Um okkur

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Ævintýrið sem hófst með lítilli tebúð á Barónsstíg árið 1984 er heldur betur búið að vinda upp á sig. Starfsemi Te & Kaffi er margslungnari í dag en fyrir 30 árum. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins, og rekstur kaffihúsa sem telja nú heilan tug.

Lesa nánar
Segment

Blogg

29. apríl 2016

Hvað er þvegið kaffi?

Við gerum okkur venjulega ekki grein fyrir því hvað fer mikil vinna í að gera kaffi drykkjarhæft. Utan um kaffifræið (í daglegu tali kallað kaffibaun) eru nokkur ytri lög sem þarf að fjarlægja með ýmsum ólíkum leiðum. 

Flóknasta vinnslan á kaffi er kölluð blaut vinnsla. Kaffi unnið á þennan hátt er vanalega kallað þvegið.  Í slíkri vinnslu spilar vatn stórt hlutverk á nær öllum stigum og á hverju stigi eru gallaðar kaffibaunar skildar frá. Eftir að kaffiberin eru tínd er þeim dýft í vatnsbað. Berin sem sökkva til botns eru þroskaðri, innihalda meiri sykur en þau sem fljóta upp á toppinn eru skilin frá og sett í annan flokk.

Lesa Meira