Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984. Í dag starfa í kringum 100 manns hjá fyrirtækinu í gríðarlega ólíkum og skemmtilegum verkefnum.  Í kaffibrennslunni okkar erum við vel tækjum búin og ristum baunir daglega í fullkomnustu gerð blástursofns. Við notum eingöngu besta mögulega hráefni sem hægt er að fá á markaðnum. Við vöndum valið við innkaup og smökkum hverja einustu prufu sem við fáum, áður en við kaupum tegundir inn.


Vöruflokkar