Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Fyrirtækjaþjónusta

 Veldu kaffi ristað í umhverfisvænni kaffibrennslu og í lífrænum umbúðum.

Umbúðirnar okkar eru lífrænar og flokkast í brúnu tunnuna. Við ristum allt okkar kaffi á umhverfisvænan hátt með metan gasi en metan gas verður til úr lífrænum úrgangi. Við erum því hægt og rólega að færa okkur yfir í hringrásarhagkerfið en með þessari aðgerð núllast út nánast öll bein kolefnislosun á vegum Te & Kaffi á Íslandi. 

Te & Kaffi er með fjölbreyttar kaffitegundir fyrir fyrirtækja- og veitingamarkað. Allt frá meðalristuðu kaffi frá Mið-Ameríku yfir í dökkristað kaffi í anda ítalskrar kaffimenningar. Það ættu allir að finna eitthvað sitt hæfi. 

Innnes er sölu- og dreifingaraðili á kaffivörum Te & Kaffi á fyrirtækja- og veitingamarkaði. Þá er uppsetning, þjónusta og viðhald á kaffi- og vélbúnaði Te & Kaffi einnig í höndum Innnes á þeim mörkuðum sem Innnes selur og dreifir. Kaffiþjónusta Innnes saman stendur af yfir 20 manna hópi með það eitt að leiðarljósi að veita einstaka þjónustu og auðvelda fyrirtækjum utanumhald á kaffi- og drykkjalausnum.

Hafir þú áhuga á að fá Te & Kaffi á þinn vinnustað eða í þitt fyrirtæki, smelltu þá HÉR

Þú getur einnig sent tölvupóst á innnes@innnes.is eða hringt í 585 8585