Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Kaffibrennslan

Kaffibrennsla okkar í Hafnarfirði er keyrð áfram á metangasi, sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi. Þar sem umbúðirnar frá okkur mega flokkast með lífrænu sorpi erum við hægt og rólega að færa okkur yfir í hringrásarhagkerfið en með þessari aðgerð núllast út nánast öll bein kolefnislosun á vegum Te & Kaffi á Íslandi. Vegna þess að stór hluti kolefnislosunar á sér stað erlendis í kaffiræktunarlöndunum sjálfum styrkjum við uppbyggingu skóga á þessum svæðum með kaupum á viðurkenndum og vottuðum kolefniseiningum til bindingar á móti 80% þess hluta.