Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Sagan okkar

Hjónin Berglind Guðbrandsdóttir og Sigmundur Dýrfjörð, stofnendur Te & Kaffi

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki stofnað 1984 af hjónunum Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Kjarnastarfsemi fyrirtækisins er framleiðsla á kaffi og rekstur kaffihúsa. Te & Kaffi er stærsta vörumerkið á neytendavörumarkaði og leggjum við mikið uppúr umhverfismálum en með sjálfbærni að leiðarljósi hafa stórar breytingar orðið í kaffibrennslunni og umbúðamálum. 

Í dag starfa í kringum 100 manns hjá fyrirtækinu í ólíkum og skemmtilegum verkefnum. Til að daglegur rekstur fjölmargra kaffihúsa og sala á ólíka markaði geti gengið sem best fyrir sig þá þarf gott skipulag og frábært starfsfólk á allar starfsstöðvar. Framleiðsla á kaffi spilar veigamesta þáttinn í starfsemi fyrirtækisins. Með aukinni vitund neytenda um hágæðakaffi hafa sóknarfæri Te & Kaffi aukist til muna á síðustu árum.

Strangt gæðaeftirlit á öllu vinnsluferli kaffibaunanna tryggja gæði sem kaffiunnendur á Íslandi geta treyst. Val á réttu hráefni skiptir höfuðmáli og er kaffið smakkað af okkar þaulvönu kaffi- sérfræðingum til þess að tryggja gæði og gott bragð. Með nýrri tækni við ristun aukast gæði kaffisins okkar enn frekar.

Á kaffihúsunum okkar höfum við fullkomna stjórn á því hvernig hráefnið okkar bragðast í allri þeirri flóru af drykkjum sem boðið er upp á. Kaffihúsin eru miðstöð hugmynda og nýsköpunar með kaffið og teið og eru sífelld uppspretta nýrra drykkja, sem falla vel í kramið hjá sívaxandi hópi viðskiptavina okkar.