Bragðnótur: Ristaðar möndlur, súkkulaði og jörð.
Espresso Pasero er dökkristuð, kraftmikil blanda með sterku og góðu krydduðu eftirbragði. Þetta er mest selda kaffið á kaffihúsunum okkar, enda fullkomið bæði sem espresso og bragðmikil uppáhelling.
Espresso Pasero er sannkölluð heimshornablanda, ferðalag um þrjár heimsálfur sem sameinar úrvalsbaunir frá Brasilíu, Gvatemala, Eþíópíu, Súmötru og Súlavesí (Celebes).
Kaffið hefur mikla fyllingu og súkkulaðikennt eftirbragð. Það býr yfir ávaxtatónaðri sýrni og bragðnóturnar eru af ristuðum möndlum, súkkulaði og jörð.
Kaffibaunir ristaðar í umhverfisvænni kaffibrennslu
Við ristum allt okkar kaffi á umhverfisvænan hátt með metan gasi en metan gas verður til úr lífrænum heimilisúrgangi. Við erum því hægt og rólega að færa okkur yfir í hringrásarhagkerfið en með þessari aðgerð núllast út nánast öll bein kolefnislosun á vegum Te & Kaffi á Íslandi.