Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Ethiopia Sidamo Baunir - 250 gr

Verð með VSK
1.795 kr.

Bragðnótur: Appelsína, grænt te og brómber 

Sidamo kaffið hefur meiri fyllingu en margar aðrar Afríkutegundir en það er einnig þekkt fyrir sætan ávaxtailm, skarpa sýrni og gott eftirbragð. Eþíópía er upprunaland kaffisins og Sidamo hérað í suðvesturhluta landsins er aðeins nokkur hundruð kílómetra frá Kaffa, þar sem arabica kaffiplantan óx villt. Fjórðungur íbúa Eþíópíu hefur lífsviðurværi sitt af kaffi með beinum eða óbeinum hætti.

Kaffibaunir ristaðar í umhverfisvænni kaffibrennslu

Við ristum allt okkar kaffi á umhverfisvænan hátt með metan gasi en metan gas verður til úr lífrænum heimilisúrgangi. Við erum því hægt og rólega að færa okkur yfir í hringrásarhagkerfið en með þessari aðgerð núllast út nánast öll bein kolefnislosun á vegum Te & Kaffi á Íslandi.

Verð með VSK
1.795 kr.