Kaffið sem við notum á öllum okkar kaffihúsum er Espresso 101. Einstaklega mjúkur og góður espresso sem hefur sætt eftirbragð. Hentar vel í baunavélar, sem uppáhellt kaffi og svo auðvitað sem espresso.
Lífrænar umbúðir og umhverfisvæn kaffibrennsla
Umbúðirnar okkar eru lífrænar og flokkast í brúnu tunnuna. Ekki er mælt með að setja þær í heimamoltu þar sem ferlið tekur lengri tíma en iðnarðarmolta. Við ristum allt okkar kaffi á umhverfisvænan hátt með metangasi en metangas verður til úr lífrænum heimilisúrgangi.