10 vistvæn kaffihylki - Styrkleiki 8
Bragðeiginleikar: Espresso er kröftugra en hefðbundið uppáhellt kaffi og er undirstaða margra kaffidrykkja, svo sem latte og cappuccino. Í Espresso Roma eru sérvaldar baunategundir sem saman mynda gott jafnvægi, þéttleika og sérstakt bragð. Kaffið er í senn kraftmikið, sætkryddað og mjúkt.
Njóttu bollans með góðri samvisku
Umbúðirnar okkar eru vistvænar og niðurbrjótanlegar. Þetta á jafnt við um ytri sem innri umbúðir. Við leggjum mikið kapp á samfélagslega ábyrgð í framleiðsluferlinu , allt frá ræktun til ristunar kaffisins án þess að hvika í nokkru frá kröfum um bragð og gæði.