Koffínlaust Espresso er meðalristað, með léttri ávaxtasýrni og kryddaðan ljúffengan keim. Nýjustu verkunaraðferðir eru notaðar við að framleiða koffínlausa kaffið okkar. Kaffið er einfaldlega látið liggja í bleyti "Swiss Water" áður en það er þurrkað aftur og er tilbúið til flutninga. Swiss Water aðferðin er þekkt fyrir leysa koffínið úr kaffinu í gegnum náttúruleg ferli án þess að nota skaðleg efni af neinu tagi.
Kaffibaunir ristaðar í umhverfisvænni kaffibrennslu
Við ristum allt okkar kaffi á umhverfisvænan hátt með metangasi en metangas verður til úr lífrænum heimilisúrgangi. Við erum því hægt og rólega að færa okkur yfir í hringrásarhagkerfið en með þessari aðgerð núllast út nánast öll bein kolefnislosun á vegum Te & Kaffi á Íslandi.