Matcha teið, sem við höfum nú sérvalið til að bjóða okkar kröfuhörðustu viðskiptavinum uppá, er mjög vandað, einstaklega bragðgott og stenst ströngustu alþjóðlegu gæðastaðla.
Teið er framleitt fyrir Te & Kaffi í Japan af fyrirtæki með yfir 30 ára reynslu og þekkingu í ræktun og framleiðslu á hágæða Matcha te. Við höfum unnið með matcha te frá sama framleiðanda síðan árið 2008 og bjóðum nú stolt uppá okkar eigið Matcha frá þeim.