Matcha teið, sem við höfum nú sérvalið til að bjóða okkar kröfuhörðustu viðskiptavinum uppá, er mjög vandað, einstaklega bragðgott og stenst ströngustu alþjóðlegu gæðastaðla.
Teið er framleitt fyrir Te & Kaffi í Japan af fyrirtæki með yfir 30 ára reynslu og þekkingu í ræktun og framleiðslu á hágæða Matcha te. Við höfum unnið með matcha te frá sama framleiðanda síðan árið 2008 og bjóðum nú stolt uppá okkar eigið Matcha frá þeim.
Forn ræktunarhefð
Aðeins örfáir japanskir tebændur kunna hina fornu, flóknu framleiðsluaðferð sem þarf til að búa til hið fullkomna Matcha te sem tryggir fullkominn hreinleika, lit og bragð. Eftir uppskeru eru laufin þurrkuð strax og fínmöluð í steinkvörnum en þannig varðveitast best öll næringarefni tesins ásamt lit og bragði. Matcha-laufin vaxa á skyggðu svæði og fá einungis brot af sólarljósi síðustu vikurnar fyrir uppskeru.
Þessi skygging örvar framleiðslu chlorophyll og amínósýrunnar L-Theaníns, sem gefur Matcha sitt sérkennilega sæta bragð og skærgræna lit.
Koffín & L-Theanín – fullkomið jafnvægi orku og rósemdar
Matcha inniheldur náttúrulegt koffín sem gefur milda orku og skerpu en inniheldur einnig L-Theanín sem róar taugakerfið og mýkir áhrif koffínsins.
Fullkomið jafnvægi orku og einbeitingar án þess að valda streitu eða skjálfta.
Bragð & gæði
Hágæða matcha te hefur mjúkt og sætt bragð og létta beiskju en sætleikinn kemur frá L-Theaníni og náttúrulegum trefjum sem myndast í plöntunni á skyggingartímabilinu.
Andoxunarefni – náttúrulegt ofurafl
Matcha hefur ein af hæstu mældu gildum andoxunarefna allra náttúruafurða.
Andoxunarefni eru mæld með ORAC gildum (Oxygen Radical Absorbing Capacity) og Matcha inniheldur 1.711 einingar á hvert gramm – langt yfir gojiberjum, granateplum og bláberjum sem allt er talin ofurfæða. Þannig er Matcha öflug náttúruleg vörn gegn sindurefnum og stuðlar að heilbrigðri frumustarfsemi, húð og orkujafnvægi.
Að búa til hinn fullkomna bolla
Við mælum með að drekka þetta vandaða te hreint og fylgja leiðbeiningum við framreiðslu.
2 grömm af Matcha
60–80 ml vatn við 75–80°C hita
Sigtið Matcha-duftið í skálina
Bætið við heitu vatni og notið bambuspísk til að þeyta teið. Gott er að þeyta frekar hratt í „W“ eða „M“ laga hreyfingu þar til myndast fín og mjúk froða á yfirborðinu.
Þegar þú drekkur Matcha ertu að innbyrða alla te plöntuna í stað þess að drekka einungis seyðið en þannig færðu öll þau næringarefni sem teið inniheldur eins og aminósýrur, steinefni, vítamín, trefjar og andoxunarefni. Úr einum og sama sopanum fáum við því orku, einbeitingu og ró.