Þetta kaffi kemur frá Deri Kocha, sem er svæði í héraðinu Guji. Kaffið frá Guji héraði er oftast selt og markaðsett undir nafni Kelloo.
Deri Kocha kaffið er unnið á Bilelegni vinnslustöðinni, stöðin er nefnd í höfuðið á eigandanum Bilelegni Kifle.
Um það bil 700 bændur, hver og einn með aðeins 2 hektara af ræktunarlandi að meðaltali, fara með uppskeruna á þessa stöð á daglega. Yrkin í héraðinu eru blanda af upprunalegum og nýjum endurbættum yrkjum sem eiga uppruna sinn í gömlu villtu kaffiplöntunum.